Gengið frá ráðningu þjálfara fyrir m.fl. kvenna
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
08.01.2015
kl. 11.27
Gengið hefur verið frá ráðningu þjálfara fyrir m.fl. kvenna í knattspyrnu hjá Tindastóli. Samkvæmt fréttatilkynningu var í gær skrifað undir við Guðjón Örn Jóhannsson, Dúfu Dröfn Ásbjörnsdóttur og Arnar Skúla Atlason um þjálfun liðsins. „Þau tvö fyrrnefndu er ekki ókunn liðinu sem þjálfarar en Arnar Skúli kemur inn í teymið þeim til aðstoðar,“ segir í tilkynningunni.
Meistaraflokkur kvenna var án þjálfara um tíma, eins og greint var frá í Feyki í desemberbyrjun, þar sem ekki hafði verið gengið frá samningum við Dúfu Dröfn og Guðjón og Guðjón sagði starfi sínu lausu. En nú samningar náðst með þeim og Arnari Skúla sem fyrr segir.