Gestastofan styrkt til frekari uppbyggingar
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
18.02.2011
kl. 09.58
Sigríður Káradóttir fyrir hönd Gestastofu Sútarans hefur óskað eftir stuðningi frá sveitarfélaginu Skagafirði varðandi frekari uppbyggingu stofunnar.
Sveitarfélagið hyggst þegar leggja fjármagn í að bæta umhverfi við og aðgengi að Gestastofunni á árinu. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkti á fundi sínum að styrkja verkefnið um kr. 300.000 og bíður þar að auki fram aðstoð starfsfólks á Markaðs- og þróunarsviði við kynningarmál og annað
