Glæsileg Kraftssýning að baki - Myndir
Um helgina fór fram útivistar- og sportsýning í reiðhöllinni á Sauðárkróki þar sem mörg tækin og tólin voru sýnd. Mikla athygli vakti að flestöll tækin, sem öll eru glæsileg, eru í eigu Skagfirðinga, einstaklinga eða félagasamtaka og flest í fullri notkun. Kraftsportið er fyrirferðamikið hvort sem litið er á rally, rallycross, sandspyrnu, motosport eða venjulega mótorhjóla eða jeppamennsku.
Þá var boðið upp á glæsilega byssusýningu þar sem mörg mismunandi vopn var að finna ásamt því að framandi uppstoppuð dýr fengu að njóta sín. Vöktu þrír birnir athygli, báðir hvítabirnirnir sem felldir voru í Skagafirði og frændi þeirra úr Ameríku.
.