Gleymið ekki Leiknum í kvöld!
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.01.2015
kl. 15.54
Það er nú sennilega óþarfi að minna stuðningsmenn Tindastóls á að Leikurinn er í Síkinu í kvöld. En ef einhverjir eru ekki með allt á hreinu þá mætast toppliðin í Dominos-deildinni, KR og Tindastóll, og hefst æsingurinn kl. 19:15.
Frítt er í Síkið í boði meistaranna hjá K-Taki og um að gera að nýta sér það og styðja Tindastólsmenn gegn hinum ósigruðu Vesturbæingum.
Leikurinn hefur fengið talsverða athygli og á Karfan.is er viðtal við harðan stuðningsmann Tindastóls, Atla Fannar Bjarkason, ritstjóra Nútímans og leikmanns Vonda-liðsins í utandeildinni í körfu. Atli á von á sigri Tindastóls þrátt fyrir að lið KR „…sé óþolandi gott.“
Hér má nálgast viðtalið við Atla Fannar >