Góð aðsókn í Háskólann á Hólum

Háskólinn á Hólum í Hjaltadal hefst nú um mánaðarmótin. Um 200 nemendur sækja nám við skólann og virðast heimtur á eldri nemendum ætla að verða með albesta móti. Heildarfjöldi umsókna um skólavist helst nánast óbreyttur frá síðasta ári og vonast skjólastjórnendur til þess að m.t.t. sóttvarnarráðstafana náist að halda úti óskerti kennslu hjá staðarnemum þrátt fyrir Covid 19.

Til að byrja með verða fjarnemar ekki kallaðir inn í staðbundnar lotur heim að Hólum en vonast er þó til að hægt verði að gera það þegar líður á haustið. Þangað til verða viðfangsefnin í lotum leyst á annan hátt, t.d. með netfundum á ZOOM. Ásókn hefur helst aukist í nám í fiskeldisfræði miðað við undanfarin ár og styttri námsleiðirnar í Ferðamáladeild (diplómanám) er alltaf jafn vinsælar. Einhver er þó fækkunin á umsóknum um BA – nám en í Hestafræðideild eru teknir inn um 20 nýnemar á ári og komast færri að en vilja.

Kennarar eru stöðugt að leita nýrra leiða til að miðla þekkingu og færni og verður kennslukerfið Canvas innleitt í Háskólann í vetur. Verið er að taka upp það kerfi í öllum opinberum háskólum. Að því tilefni var haldin vinnustofa á notkun Canvas fyrir kennara skólans í ágúst. Nýtt meistaranám er í boði í útivistarfræðum sem Ferðamáladeildin tekur þátt í ásamt nokkrum öðrum norrænum háskólum. Áhugasamir geta lesið um nýju námsleiðina hér á Hólavefnum.

/SHV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir