Góð helgi hjá Skotfélaginu Markviss
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
29.07.2014
kl. 11.18
Landsmót STÍ var haldið á Akureyri um helgina, 26.-27. júlí. Skotfélagið Markviss átti tvo keppendur á mótinu, Snjólaugu M. Jónsdóttur og Guðmann Jónasson.
Samkvæmt færslu sem Skotfélagið Markviss biri á Facebook síðu sinni í gær jafnaði Snjólaug Íslandmet sitt, 47 dúfur (18-14-11) frá því í fyrra í annað skiptið í sumar og sigraði kvennaflokkinn.
Guðmann var í góðum gír um helgina og skaut nokkuð jafnt alla hringina. Hann skaut síðasta hringinn af miklu öryggi, 24 af 25 sem skilaði honum fyrsta sæti mótsins, 111 dúfur (22-22-21-22-24).