Goð og gróður - listaverk úr járni

Næstkomandi sunnudag, 10. ágúst kl. 14:00, verður opnuð sýning á um 30 listaverkum úr járni í miðbænum á Skagaströnd. Erlendur Finnbogi Magnússon er höfundur þessara verka.

Á vef Skagastrandar kemur fram að Erlendur hefur unnið úr gömlu efni frá sjósókn, landbúnaði og öðrum atvinnugreinum.

Í myndverkunum, sem eru frá einum og upp í sex metra að hæð, má einnig sjá margs konar handverk frá fyrri tímum.

Fimmtíu ár eru síðan Erlendur sýndi fyrstu járnverk sín á umdeildri myndverkasýningu á Skólavörðuholtinu í Reykjavík. Eitt þeirra verka er í eigu Reykjavíkurborgar.

Fleiri fréttir