Góð reykköfunaræfing hjá Slökkviliði Húnaþings vestra

Í upphafi viku hélt Slökkvilið Húnaþings vestra reykköfunaræfingu og fengu slökkviliðsmenn það hlutverk að fara inn í 40 feta gám og finna hálfs líters kókflösku í reykjarkófinu. 

Æfingin var haldin við slökkvistöðina á Hvammstanga í samstarfi við Eldstoðir ehf. Frá því fyrirtæki mættu til leiðsagnar og aðstoðar, stofnendur og eigendur Eldstoða, þeir Guðmundur Páll Bergsson og Baldur Sturla Baldursson. 

Eftir að eldur er kveiktur í gámnum og hann kominn í hámarkshita má gera ráð fyrir því að um 600 stiga hiti sé upp við þakið á gámnum svo það er ekkert mjög öfundsvert að vera þarna inni, sjá ekki neitt, skríða eftir gólfinu til að vera í sem minnstum hita og leita að hálfs líters kókflösku. En þetta er þjálfun sem borgar sig, segir á Norðanáttinni.

Gámur þessi er sérútbúinn fyrir reykköfunaræfingar og hefur verið mikið notaður af slökkviliðsmönnum um allt land.

Fleiri myndir má sjá á Húnaþingsblogginu og á Hvammstangablogginu.

Einnig má sjá vídeó frá æfingunni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir