Góður gestur frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna í heimsókn

Nemendur í málmiðnun við FNV

Í síðustu viku kom Katrín Bryndísardóttir kynningarfulltrúi frá Félagi vélstjóra og málmtæknimanna í heimsókn til að kynna VM og kíkja á aðstöðuna í skólanum.

Þá færði hún nemendum vélstjórnar- og málmtæknibrautar vinnufatnað að gjöf frá VM. Þetta er í annað sinn sem VM gefur nemendum vinnufatnað en undanfarin ár hafa einnig borist útskriftargjafir frá VM. Á heimasíðu FNV er Félagi vélstjóra og málmtæknimanna  færðar bestu þakkir fyrir þessa velvild í garð skólans.

Fleiri fréttir