Góður sigur á KR
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
31.01.2011
kl. 10.13
2.flokkur Tindastóls/Hvatar sigraði 2.fl. KR í Akraneshöllinni á laugardag með 4 mörkum gegn 3. Frábær úrslit hjá okkar drengjum.
Hilmar skoraði tvö mörk og þeir Árni Arnarson og Óskar Smári sitt markið hvor.
Fleiri fréttir
-
Stólarnir máttu þola tap í Kórnum
Tindastóll og Ýmir mættust í Kórnum í Kópavogi í dag í 3. deildinni. Lið Tindastóls var í sjötta sæti með 17 stig en heimamenn voru næstneðstir með 11 stig. Nokkuð vantaði í leikmannahóp Stólanna sem voru aðeins með 14 menn á skýrslu en tveir lykilmenn eru staddir í Ameríkuhreppi með unga knattgæðinga af Norðurlandi vestra. Það for svo að heimamenn unnu leikinn 2-1.Meira -
Eva Rún og Bardaginn
Sumir fá meira í fangið en aðrir og lífið virðist stundum ekki sanngjarnt. Þá hefst oft bardaginn við sjálfan sig og sálartetrið sem getur sannarlega verið strembinn. Feykir hefur áður birt viðtal við Evu Rún Dagsdóttir vegna veikinda sem hún gekk í gegnum. Hún hristi þau af sér harðnaglinn sem hún er en ekki leið á löngu áður en annars konar veikind tóku sig upp. Hamlandi kvíði. Eva Rún kallar ekki allt ömmu sína og hún reynir að takast á við sjúkdóminn á sinn hátt. Í vetur gaf hún út ljóðabók sem ber nafnið Bardagi þar sem hún skrifar um veikindi sín og bardagann sem hún stendur í.Meira -
Fyrsta messa í Hofskirkju eftir endurbætur
Hofskirkja á Höfðaströnd var bændakirkja til 1915. Hún er orðin það aftur og er eigandi hennar Lilja Sigurlína Pálmadóttir á Hofi. Hofsókn og Hofsóssókn sameinuðust 2023 með Hofsóskirkju sem sóknarkirkju. Hofskirkja lagðist því af og eignaðist Lilja hana. Kirkjan var orðin verulega illa farin og þurfti miklar viðgerðir ætti hún að standa áfram.Meira -
Laufey ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við FNV
Laufey Leifsdóttir hefur verið ráðin í stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.Meira -
Körfuknattleiksdeild Tindastóls er iðin við kolann
Í nýrri tilkynningu segir: „Tindastóll styrkir kvennaliðið. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við Oceane Konkou, fransk-kanadískan framherja. Martin þjálfari segir Oceane vera þekkta fyrir hraða, varnarleik og að vera góð þriggja stiga skytta, eiginleika sem munu styrkja liðið verulega fyrir komandi tímabil. „Hún er að spila í Ástralíu núna og stendur sig mjög vel, við hlökkum mikið til að fá hana til liðsins“Meira