Góður sigur á Völsungum strákarnir okkar komnir á skrið

Annar leikur Tindastóls/Hvatar í Soccerademótinu var leikinn í Boganum sl. laugardag en þá sigraði Tindastóll/Hvöt lið Völsungs með fjórum mörkum gegn einu.

Sigurður Halldórsson þjálfari fór í leikinn með 18 leikmenn og þeir komu allir við sögu í þessum ágæta sigri. Sjö breytingar voru á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Leikmannahópurinn var eftirfarandi: ( 11 fyrstu hófu leikinn ): Arnar Magnús, Vignir, Hallgrímur Ingi, Sveinbjörn, Ingvi Hrannar, Árni Einar, Alli, Atli, Arnar Sig. Árni Arnars, Kristinn Aron, Snorri Geir, Gunnar Stefán, Arnar Skúli, Bjarni Smári, Hilmar Kára, Stinni og Benni.

Eins og áður sagði komu allir leikmenn við sögu í leiknum og það má klárlega segja að þeir hafi allir staðið sig með sóma. Stór hópur, góð liðsheild og skynsemi skóp þennan fína sigur.

Hallgrímur Ingi Jónsson skoraði fyrsta mark Tindastóls/Hvatar með góðum skalla eftir hornspynru. Kristinn Aron kom liðinu í 2-0 með fínu marki eftri harðfylgni og svo setti Benni tvö mörk í seinni hálfleik. Húsvíkingar skoruðu sitt mark rétt í lok leiksins.

Lið Tindastóls/Hvatar var töluvert starkara í leiknum og átti góðan dag. Öll úrslit í þessu fína æfingamóti skal þó taka með ákveðnum fyrirvara því liðin eru að prófa leikmenn og leikkerfi svo ekki er alltaf um sterkustu liðin að ræða. Engu að síður góð úrslit.

Þess má geta að með Sigga Donna þjálfara voru 8 harðjaxlar, honum innan handar, bæði frá Sauðárkróki og Blönduósi.

Brot úr leiknum má sjá á nýrri netsjónvarpsstöð : http://www.youtube.com/user/tindastolltv#p/u/0/I5nSRmVeMzE

Fleiri fréttir