Golfað í haustblíðunni

Golfarar nýta haustblíðuna til hollrar útiveru og skemtilegrar samveru í góðum félagsskap. Mynd: KBH.
Golfarar nýta haustblíðuna til hollrar útiveru og skemtilegrar samveru í góðum félagsskap. Mynd: KBH.

Veðrið lék við golfara á Hlíðarendavelli í gær en undanfarna daga hefur viðrað vel til golfs þrátt fyrir að fyrsti vetrardagur sé skammt undan. Völlurinn hefur verið opinn meira en hálft árið það sem af er ári og enn er spilað.

Kristján Bjarni Halldórsson, formaður Golfklúbbs Sauðárkróks, segir golf henta fólki á öllum aldri þrátt fyrir að bestu golfarar heims séu innan við þrítugt. Hann segir að GSS fagni heilsueflandi samfélagi í Skagafirði og mun ekki skorast undan að leggja sitt af mörkum í því verkefni. „Þeir sem náðust á mynd í dag eru gamlar kempur úr klúbbnum sem voru komnir á fimmtu flöt. Stefán Pedersen fylgdist með af áhuga ofan af níunda teig,“ segir Kristján Bjarni sem einnig er myndasmiðurinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir