Golfarar tínast út á völlinn með hlýnandi veðri

Golfarar í góðri sveiflu í maí sl. Mynd: PF.
Golfarar í góðri sveiflu í maí sl. Mynd: PF.

„Mikil gróska er í barna- og unglingastarfi Golfklúbbs Sauðárkróks en golfskólinn er starfræktur mánudaga til fimmtudaga. Ellefu ára og yngri eru kl. 10:30 – 12:00 en tólf ára og eldri kl. 13:30 – 15:30 og Sumartím er milli kl. 8:30 og 10:00. Arnar Geir Hjartarson og Atli Freyr Rafnsson eru aðalþjálfarar og standa sig með miklum sóma,“ skrifar Kristján Bjarni Halldórsson, formaður klúbbsins, á FB síðu GSS. Helga Jónína Guðmundsdóttir er formaður unglinganefndar og hefur í mörg horn að líta. 

„Það er gaman að sjá hve góð þátttaka er í nýliðanámskeiðinu síðdegis mánudaga og fimmtudaga. Árný Lilja og Arnar Geir eru frábærir leiðbeinendur,“ segir Kristján í téðri færslu en í framahaldi af námskeiðinu verður lokahóf og fleira skemmtilegt.  

Mótin eru farin að rúlla en unglinganefndin hélt fyrsta föstudagsmót sumarsins þann 7. júní og Opna KS mótið daginn eftir í sól og smá strekkingi. Sigurvegarar voru Arnar Geir og Ingvi Þór. Mót sumarsins má sjá á golf.is, en í þessari viku verða þriðjudagsmót (Hard Wok), miðvikudagsmót (Kaffi Krókur) og Opna Friðriksmótið (laugardag).  Þá verður 9 holu sjötugsafmælismót Reynis Barðdal haldið föstudaginn 21. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir