Gott fiskirí á Húnaflóa
„Það er búin að vera feikna törn hjá okkur undanfarið,“ sagði Reynir Lýðsson, útibússtjóri Fiskmarkaðar Íslands á Skagaströnd, í frétt í Morgunblaðinu sl. laugardag, en þar var rætt við hann um sjósókn og aflabrögð í nýliðinni viku. Margir aðkomubátar hafa landað síðustu vikur á Skagaströnd auk heimabáta, og afli verið góður úti fyrir Norðurlandi og á Húnaflóa.
Enginn bolfiskafli er unninn á Skagaströnd og fiskurinn því keyrður vítt og breitt um landið til vinnslu eða útflutnings. Mikið fer á suðvesturhornið, en talsvert til vinnslu í Eyjafirði.
Reynir segir í samtali við Morgunblaðið að fiskirí hafi verið gott og að fiskurinn hafi verið stór, bæði þorskur og ýsa. Minni bátarnir hafi margir verið í Húnaflóa, en þar séu góð ýsumið. Hún sé til vandræða fyrir marga því yfirleitt vanti menn ýsukvóta. Verðið á fiskmörkuðum sé yfirleitt heldur lægra en í fyrra og þeir nefna báðir að þegar leiga á ýsukvóta sé farin að nálgast 300 krónur fyrir kílóið sé ekki mikið til skiptanna.
Húni.is segir frá þessu.
