Greiðslur til innleggjenda tryggar

SAH Afurðir sömdu fyrir upphaf sláturtíðar við Glitni um afurðalánafyrirgreiðslu til SAH Afurða. Samkvæmt uppplýsingum frá starfsmönnum Nýja Glitnis er ekkert í dag sem bendir til annars en sú fyrirgreiðsla standi.
Er greint frá þessu á heimasíðu SAH afurða. Jafnframt segir að unnið sé eftir ofangreindum samningi og séu greiðslur til bænda með sama hætti og verið hafi undan farin ár. Eru því afurðagreiðslur til innleggjenda tryggar svo sem verið hefur á undanförnum árum. Gert er upp við innleggjendur á föstudegi í viku hverri, og er þá gengið frá greiðslu fyrir innlegg í vikunni á undan.
Sláturtíð sauðfjár gengur vel og er allt útlit fyrir að henni verði lokið vel fyrir mánaðarmót. Einhverjir stakir sláturdagar verða væntanlega síðar í nóvember og jafnvel í desember ef þess verður óskað.
