Grjótkast úr glerkastala Björns Vals Gíslasonar
Þórður Már Jónsson, lögfræðingur og varaþingmaður Samfylkingarinnar og Finnbogi Vikar, fulltrúi Hreyfingarinnar í endurskoðunarnefnd um stjórnun fiskveiða gagnrýna Björn Val Gíslason þingmann VG harðlega í aðsendri grein hér á Feyki.is.
Í grein þeirra Þórðar og Finnboga segir að gagnrýni Björns Vals Gíslasonar, þingmanns VG og skipstjóra í leyfi á Alþingi frá Brim hf. á skipun Runólfs Ágústssonar í starf umboðsmanns skuldara sé eftirtektarverð í meira lagi. Skipun Runólfs væri hluti af gamla valdatímanum, sem Björn Valur sagðist ekki vilja tilheyra. Segja þeir Björn Val vera skipstjóra í leyfi frá Brim hf., og hafi þegið laun sem slíkur eftir að hann tók sæti á Alþingi. „Hver gæti til dæmis gleymt því að Björn Valur skrapp á sjóinn hjá Brim hf. í miðri Icesave deilu Alþingismanna?“ spyrja þeir Þórður og Finnbogi.
Grein þeirra má sjá undir liðnum Aðsendar greinar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.