GSS styrkið ljósið í minningu Ingvars
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
22.08.2014
kl. 09.11
Síðastliðið miðvikudagskvöld afhenti Halldór Halldórsson varaformaður GSS Hrefnu Þórarinsdóttur 100.000 króna styrk til Ljóssins á lokamóti Ólafshússmótaraðarinnar, í minningu Ingvars Guðnasonar sem lést í júlí sl.
Jafnframt fór fram verðlaunaafhending Ólafshússmótaraðarinnar. Samkvæmt vef GSS náði Ingvi Þór Óskarsson bestum árangri samanlagt á sjö mótum án fjorgjafar og með forgjöf. Ásgeir Björgvin Einarsson náði besta skori í bestu holu leiknum.
Magnús Gunnar Gunnarsson var með flesta punkta með forgjöf á lokamótinu og Ingvar Þór var með flesta punkta án forgjafar.