Guðni þjálfar áfram og nokkrir leikmenn semja

Fyrir skömmu skrifuðu nokkrar heimastúlkur undir nýja samninga við knattspyrnudeild Tindastóls. Þær Bergljót Ásta Pétursdóttir, Eyvör Pálsdóttir og Krista Sól Nielsen skrifuðu allar undir sinn fyrsta samning á ferlinum. Þá framlengdu þær Guðrún Jenný Ágústsdóttir, Birna María Sigurðardóttir, María Dögg Jóhannesdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga sína.
Á Fésbókarsíðu knattspyrnudeildarinnar kemur það einnig fram að Guðni Þór Einarsson hafi skrifað undir framlengingu á sínum samningi, nú sem aðalþjálfari ásamt Jóni Stefáni Jónssyni.
Þá er upplýst að penninn muni verða áfram á lofti fram að jólum og má búast við frekari undirskriftarfréttum á nstunni.