Guðrún frá Lundi í Feyki í dag
Eins og sagt hefur verið frá í Feyki var bókin Afdalabarn eftir Guðrúnu frá Lundi endurútgefin í síðasta mánuði og er nú þriðja prentun þeirrar útgáfu komin í sölu. Vinsældir þessarar skagfirsku skáldkonu spanna því orðið margar kynslóðir, en fyrsta bindi Dalalífs kom fyrst út árið 1946.
Í Feyki þess viku er æviferill og ritstörf Guðrúnar rakinn og rætt við tvö barnabörn Guðrúnar, þau Bylgju Angantýsdóttur á Móbergi í Langadal og Hrafn Þórisson á Skeggstöðum í Svartárdal. Einnig er rætt við bróðurson Guðrúnar, Ásgrím Ásgrímsson frá Mallandi á Skaga. Loks er rætt stuttlega við Bjarna Harðarson frá bókaútgáfunni Sæmundi sem gefur út bókina Afdalabarn, en hún var endurútgefin fyrir skemmstu, fyrst bóka Guðrúnar, að undanskildu Dalalífi.