Hafa áhyggjur af stöðu dýralæknaþjónustu

Á fundi landbúnaðarráðs Húnaþings vestra sl. miðvikudag var lögð fram tillaga að bókun sem samþykkt var samhljóða þar sem lýst er yfir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu og hvetur ráðið jafnframt Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið til að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er. 

Bókun fundarins er svohljóðandi:
„Landbúnaðarráð Húnaþings vestra lýsir áhyggjum yfir fyrirkomulagi og stöðu dýralæknaþjónustu í sveitarfélaginu. Á komandi vormánuðum er óvíst hvort starfandi dýralæknir verði með viðunandi aðstöðu í sveitarfélaginu og veldur það bændum áhyggjum. Landbúnaðarráð telur mikilvægt að málið verði skoðað með tilliti til þeirrar stöðu sem nú er uppi í sveitarfélaginu.
Landbúnaðarráð hvetur Matvælastofnun og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið að bregðast strax við þeirri stöðu sem uppi er í Húnaþingi vestra. Jafnframt er óskað eftir fundi með fulltrúum MAST og atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis."

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir