Harðfiskurinn góði mættur á Krókinn

Nú þegar þorrinn nálgast á hraða ljóssins hefur frjálsíþróttadeild Tindastóls aftur fengið til sölu harðfiskinn góða að vestan.  Þetta er ýsa með roði, seld í 0,5 kg pakkningum og kostar 3000 kr. pakkinn.  Salan er til styrktar deildinni.

Þeir sem vilja styrkja deildina með harðfiskkaupum geta haft samband við Eið Baldursson í síma 455-8060 eða 860-9800 og tryggt sér úrvals fisk áður en þorrinn gengur í garð.  Fljótlega mun sölufólk ganga í hús fyrir þá sem gleyma sér alveg núna.

Fleiri fréttir