Haustfrí í heimabyggð

Vetrarfrí verður í grunnskólunum í Skagafirði næstkomandi fimmtudag og föstudag. Til að hafa ofan af fyrir þeim sem vita ekki hvað þeir eiga að hafa fyrir stafni þessa daga bjóða nokkrir aðilar í firðinum upp á skemmtilega og fræðandi afþreyingu fyrir börn og fullorðna.
Dagskráin er svohljóðandi:
17. október kl. 13:00
Fjölskylduleiðsögn með Sigurði Hansen á Haugsnesgrundum, Blönduhlíð
Sigurður Hansen ætlar að leiða fjölskyldur um Haugsnesgrundir á meðan hann segir frá baráttunni á milli ætta Sturlunga og Ásbirninga og Haugsnesbardaga sem átti sér stað árið 1246.
17. október kl. 14:00-16:00
Fjölskyldufjör í Glaumbæ
Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir fjölskyldufjöri í Glaumbæ. Listasmiðja verður í Gilsstofu, þar sem við kynnumst og sköpum ýmsar kynjaskepnur og furðuverur.
Ratleikur hefst kl. 14:30. Völuspá verður í gamla bænum.
Rjúkandi heitt súkkulaði og pönnukaka í Áskaffi á 500 kr.
18. október kl. 9:00-17:00
Fjölskyldudagur í 1238, Aðalgötu 21 Sauðárkróki
1238 : Baráttan um Ísland býður alla grunnskólanemendur velkomna á sýninguna um Sturlungaöldina föstudaginn 18. október. Prófaðu Örlygsstaðabardaga í sýndarveruleika - spil á borðum og notaleg stemming í Gránu. Frítt inn fyrir börn og fullorðna í fylgd með börnum.
Klæddu þig upp að Sturlungasið og taktu mynd!
18. október kl. 14:00-16:00
Tímagöng hjá Puffin and Friends, Aðalgötu 24 Sauðárkróki
Ferðastu 100 ár aftur í tímann með aðstoð 360° sýndarveruleikagleraugna og fræðstu á lifandi hátt um samgöngur, verslun og viðskipti, um landbúnað og sjósókn en einnig um torfbæina – sem voru bæði heimili og vinnustaður fólks árið 1918.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.