Haustlitaferð eldri borgara í Húnaþingi

Haustlitaferð eldri borgara á vegum kirkna í Breiðabólsstaðar- og Melstaðarprestaköllum verður farin í dag en ferðinni er heitið suður í Borgarfjörð með Reykholt sem aðalviðkomustað. Þar verður snæddur hádegisverður og drukkið miðdegiskaffi.

Farið verður frá Víðihlíð kl. 9, frá Hvammstangakirkju kl. 9.30, frá Laugarbakka kl. 9.40 og frá Staðarskála kl. 10 og komið heim síðdegis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir