Heilbrigðisstofnunin á Blönduósi fær góða gjöf

Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi kom færandi hendi á dögunum og afhenti stofnuninni Ambulantory blood pressure monitor – blóðþrýstingsmælitæki.


Valbjörn Steingrímsson segir á vefsíðu HSB það vera ómetanlegt fyrir Heilbrigðisstofnunina að fá slíka gjöf frá samtökum eins og Hollvinasamtökin eru.  -Það er ekki bara af því gjöfin léttir rekstur stofnunarinnar, heldur líka af því hún bætir líðan sjúklinga, eykur öryggi læknisfræðilegra greininga og léttir og auðveldar vinnu starfsmanna,  heldur er hún í leiðinni verðlaun til starfsmanna fyrir störf þeirra og um leið hvatning til góðra starfa.
Sigursteinn Guðmundsson formaður Hollvinasamtakanna afhenti  tækið fyrir hönd samtakanna.

Fleiri fréttir