Heilsuátak í Húnaþingi

Sextán konur í Húnaþingi vestra ákváðu í haust að breyta um lífstíl og taka hraustlega á sínum málum með þeim árangri að eftir 12 vikna námskeið höfðu 88 kíló fokið af þeim og ummálið minnkað um 376 cm.

Þegar tölfræðin er skoðuð betur kemur í ljós að hver þeirra hefur að meðaltali misst 5,5 kíló á þessum 12 vikum og ummálið minnkað um 23,5 cm sem gerir 0,46 kg og 1,96 cm á dag.

Þuríður Ósk Elíasdóttir Herbalife lífstílsráðgjafi hefur séð um hópinn og segir hún að þessar kjarnakonur hafi hist einu sinni í viku og fengið fræðslu. „Hreyfing, hugarfar og mataræði skiptir miklu máli.“

Á sunnudaginn hefst nýtt átak og segir Þuríður öllum velkomið að bætast í hópinn. -Þeir sem hafa áhuga á að forvitnast meira um átakið er velkomið að hafa samband við mig í síma 862-8634

Fleiri fréttir