Heilsudagar á Blönduósi

Heilsuhópurinn á Blönduósi boðar til heilsudaga sem haldnir verða á Blönduósi dagana 23. - 28. september í þeim tilgangi að efla hreyfingu og heilbrigt líferni innan sveitarfélagsins. Hópurinn mun leita eftir  samstarfi við íþróttafélögin en auk þess mun Kjörbúðin gefa ávexti sem boðið verður upp á í íþróttamiðstöðinni og Hjartavernd verður með ókeypis heilsufarsmælingu á HSN á Blönduósi.

Þessa daga verður ekki innheimt gjald fyrir tíma á vegum íþróttamiðstöðvarinnar og auk þess verður boðið upp á skipulagða gönguferð, hjólaferð og sundlaugarpartý. Þá verða tvö námskeið haldin á vegum heilsuhópsins. Annars vegar með Janusi Guðlaugssyni þar sem hann fjallar um mikilvægi hreyfingar á eldri árum og hins vegar verður fyrirlestur, tækniæfingar og gönguferð með Vilborgu Örnu Gissurardóttur, pólfara og fjallgöngugarpi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir