Heimir heldur tónleika í Blönduóskirkju
Karlakórinn Heimir heldur tónleika í Blönduóskirkju fimmtudagskvöldið 14. mars nk. kl. 20:30. Með kórnum koma fram þau Guðrún Gunnarsdóttir, Ari Jóhann Sigurðsson, Pétur Pétursson, Árni Geir Sigurbjörnsson og Sveinn Rúnar Gunnarsson einsöngvarar.
Samkvæmt auglýsingu í Glugganum verður hefðbundið og þétt karlakóraprógram fyrir hlé en eftir hlé færist meira fjör í leikinn og þá kemur Guðrún ásamt hljómsveit og verður stemningin gerð ógleymanleg.
