Heimsókn í VILKO.

Elstu börnin á Leikskólanum Barnabæ á Blönduósi fengu sér göngutúr um daginn og kíktu í heimsókn í VILKO.

Þar fengu þau að skoða tækin og aðstöðuna og fannst þeim þetta allt mjög merkilegt. Þau voru þau fyrstu sem heimsóttu prima krydd en það fyrirtæki er nýflutt í sama húsnæði og VILKO.

Myndin er fengin af heimasíðu Barnabæjar

Fleiri fréttir