Heimsóknir í framhaldsskóla

Nemendur 10. bekkjar Grunnskólans á Blönduósi heimsóttu í vikunni Menntaskólann og Verkmenntaskólann á Akureyri. Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki verður svo sóttur heim í byrjun mars.

Eftir þessar ágætu heimsóknir verða nemendur Grunnskólans á Blönduósi búnir að fá góða kynningu á þeim skólum sem eru þeim næstir á Norðurlandi og geta farið að velja hvar þeir ætla að stúdera á komandi árum.

Fleiri fréttir