Heimsóknir leyfðar aftur á HSN eftir 4. maí

HSN á Sauðárkróki. Mynd: hsn.is
HSN á Sauðárkróki. Mynd: hsn.is

Heimsóknir verða leyfðar á hjúkrunardeildir HSN á Sauðárkróki og hjúkrunar- og sjúkradeild HSN á Blönduósi frá og með næstkomandi mánudegi, 4. maí, þó með ákveðnum takmörkunum. Í tilkynningu til aðstandenda á heimasíðu stofnunarinnar segir að þó mikið hafi áunnist í baráttunni gegn COVID-19 sé enn full þörf á að sýna ítrustu varkárni og virða sóttvarnaráðstafanir í heimsóknum. Þá er einnig nauðsynlegt að takmarka þann fjölda sem kemur inn í heimilið á hverjum tíma. Vonir eru bundnar við að heimsóknir verði rýmkaðar enn frekar í júní 2020.

Heimsóknir eru skipulagðar í samráði við deildarstjóra á hverri deild en ekki skal panta heimsóknartíma ef:

  1. Viðkomandi er í sóttkví
  2. Viðkomandi er  í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  3. Viðkomandi hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
  4. Viðkomandi er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).

Nánara fyrirkomulag og upplýsingar varðandi heimsóknir má finna á undirsíðum starfsstöðvanna á Blönduósi og á Sauðárkróki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir