Heitavatnsleysi í Blönduhlíð í dag

Í dag frá klukkan tíu má búast við heitavatnsleysi og truflunum á rennsli í Blönduhlíð í  Skagafirði vegna viðgerða í Dælustöð við Syðstu-Grund. Samkvæmt tilkynnigu frá Skagafjarðarveitum er um að ræða afleiðingar óveðursins í desember. Búist er við að viðgerðin muni standa fram eftir degi og beðist er velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.

Fleiri fréttir