Helgi Freyr áfram með Tindastóli á komandi tímabili
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.07.2014
kl. 12.34
Stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Helgi Freyr Margeirsson hafa komist að samkomulagi um að Helgi leiki áfram með félaginu á komandi tímabili. Lýsir stjórn körfuknattleiksdeildarinnar yfir mikilli ánægju með það að Helgi hafi framlengt við félagið.
Helgi hefur verið einn af máttarstólpum liðsins undanfarin ár og er mikil tilhlökkun í kappanum að takast á við deild þeirra bestu á komandi vetri. Þá hafa allir íslenskir leikmenn liðsins frá síðasta tímabili kvittað við félagið og er ekki hægt að segja annað en að það sé bjart yfir boltanum í Skagafirði.
/Fréttatilkynning