Helgi Rafn skrifaði undir í gær

Formaðurinn og kapteinninn, Stefán Jónsson og Helgi Rafn Viggósson í stássstofunni á Sjávarborg.
Formaðurinn og kapteinninn, Stefán Jónsson og Helgi Rafn Viggósson í stássstofunni á Sjávarborg.

Enn berast fréttir úr stássstofunni á Sjávarborg en þar skrifaði kapteinninn sjálfur, Helgi Rafn Viggósson, undir tveggja ára samning við körfuboltadeild Tindastóls í gær. Vart þarf að kynna Helga Rafn, sem hefur verið burðarstykkið í liði Stólanna í áraraðir.

Þó Helgi teljist ekki lengur til unglingadeildarinnar í liðinu, gefur hann þeim yngri ekkert eftir hvað baráttu varðar og kappsemi. Hann hefur verið fyrirliði svo lengi sem menn muna og með áræðni og einbeitingu nær að berja liðið saman á ögurstundum svo ekki sé talað um stemninguna í áhorfendur.

Stuðningsmenn Stólanna sem og unnendur íþróttarinnar allir munu án efa fagna áframhaldandi veru Helga Rafns í körfunni.

„Mér líst vel á þetta. Liðið er gott og góður stígandi á æfingum og við erum að fara í æfingaleik í kvöld. Það vantar nokkra pósta, Cris er veikur, Hester úti, Helgi Freyr á fæðingadeildinni og ég veit ekki með Viða en við verðum sprækir í kvöld og það verður fjör.“

Helgi gefur lítið fyrir það þegar hann er spurður hvort gamli kallinn sé ekki hræddur um að yngri strákarnir ýti honum út úr liðinu. „Nei, nei, nei! Þeir eiga ekki séns í mig þessir guttar,“ segir Helgi og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir