Héraðsmót USAH í sundi

Samkvæmt vef Húna verður Héraðsmót USAH í sundi haldið mánudaginn 26. maí nk. Mótið hefst kl. 17:00, upphitun hefst kl. 16:30. Þátttökurétt hafa félagsmenn í aðildarfélögum USAH. Keppt verður í sundlauginni á Blönduósi. Handtímatökuklukkur eru notaðar.

Skráningargjöld eru 300 kr. fyrir grein (frítt fyrir þá sem æfa sund hjá Hvöt).

Vinsamlegast sendið inn skráningar eigi síðar en mánudaginn 19. maí.

Nauðsynlegt er að staðfesta skráningar með því að leggja skráningargjöld inn á reikning sunddeildar Hvatar; 0307-26-711. Kt. 470711-0860 fyrir mót. Senda á skráningar á netfangið hvotsunddeild@gmail.com þar sem fram kemur nafn keppanda, kennitala og greinar sem viðkomandi ætlar að keppa í.

Nánari upplýsingar veitir Berglind Björnsdóttir í síma 8636037 eða Erna Björg í síma 8997849. Ef einhver hefur áhuga á að aðstoða við mótið væri það mjög vel þegið. Hinir áhugasömu hafi samband við Berglindi eða Ernu Björgu.

Keppnisgreinar á mótinu eru:

hnokkar og hnátur - 10 ára og yngri * börn fædd 2008 og yngri mega nota kút.

50 (eða 25) bringusund – 50 (eða 25) skriðsund - 25 baksund - 25 flugsund

sveinar og meyjar - 11-12 ára

50 bringusund - 50 skriðsund - 50 baksund - 25 flugsund - 100 fjórsund

drengir og telpur - 13-14 ára

50 bringusund - 50 skriðsund - 50 baksund - 25 flugsund - 100 fjórsund

piltar og stúlkur - 15-16 ára

100 bringusund - 100 skriðsund - 50 baksund - 50 flugsund - 100 fjórsund

karlar og konur - 17 ára og eldri

100 bringusund - 100 skriðsund - 50 baksund - 50 flugsund - 100 fjórsund

Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2. og 3. sæti í öllum greinum nema hnokka- og hnátuflokki. Í hnokka- og hnátuflokki fá allir þátttakendur þátttökuverðlaun.

Fleiri fréttir