Héraðsskjalasafn fær góða gjöf

Jón Gestur Sigurðsson hefur fært Héraðsskjalasafni Húnaþings vestra eina milljón króna að gjöf.

Sigríður Tryggvadóttir, forstöðumaður Bóka-og skjalasafns Húnaþings vestra, mætti til fundar við Byggðaráð í vikunni þar sem hún lagði bréfið fram. Byggðaráð Húnaþings vestra þakkaði á fundi ´sinum Jóni fyrir höfðinglega gjöf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir