Hertar reglur í golfi og frestun Opna Steinullarmótsins

Golfklúbbur Skagafjarðar hefur sent frá sér tilkynningu vegna hertari aðgerða yfirvalda vegna COVID-19. 

Á hádegi föstudaginn 31. júlí taka gildi hertar aðgerðir yfirvalda vegna COVID-19. Viðbragðshópur GSÍ leggur til að golfklúbbar taki upp þær reglur sem tóku gildi frá og með 4. maí. Sjá nánar hér.   

Golfklúbbur Skagafjarðar mun fylgja tilmælum GSÍ. Þetta þýðir m.a. að ekki má snerta stangir, hrífur verða fjarlægðar úr glompum og svampar settir í holur til að grynna þær. Stjórn GSS hefur ákveðið að fresta Opna Steinullarmótinu um óákveðinn tíma. 

Sjá nánar hér.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir