Hið árlega þorrablót Vökukvenna
Hið árlega þorrablót Kvenfélagsins Vöku fer fram laugardaginn 25. janúar í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnar kl. 19:30 og hefst borðhald stundvíslega kl. 20:30. Miðasala verður í félagsheimilinu fimmtudaginn 23. janúar frá kl. 17:00 – 19:00. Enginn posi verður á staðnum.
Veislustjórn verður í höndum Sr. Magnúsar Magnússonar, skemmtiatriði í höndum KK og co. og stórsveit Vökukvenna sér um undirleik fjöldasöngs og leikur fyrir dansi af líf og sál fram á rauða nótt.
Miðaverð verður kr. 6.500. Elli- og örorkulífeyrisþegar ásamt unglingum greiða kr. 5.500. Nú gildir að vera þjóðlegur og skella sér á heimsklassa þorrablót Vökukvenna. Húni.is segir frá þessu.
