Hið íslenska laxasetur á Blönduósi.

Opinn kynningarfundur um stofnun Hins íslenska laxaseturs á Blönduósi verður haldinn fimmtudaginn 29. Janúar n.k. kl. 20:30 að Þverbraut 1 á Blönduósi (gamla Ósbæ). 
Framsögumenn verða:
Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri Blönduóss.
Alva Kristín Ævarsdóttir, verkefnisstjóri og hugmyndasmiður Hins íslenska laxaseturs.
Ásbjörn Björgvinsson, stofnandi Hvalasafns Íslands og framkvæmdastjóri Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi
Hrafnhildur Ýr Viglundsdóttir, framkvæmdastjóri Selaseturs Íslands og ráðgjafi  verkefnisins um Hið íslenska laxasetur.
Atvinnumál kvenna og Vaxtasamningur Norðurlands vestra styrkja verkefnið Hið íslenska laxasetur. 
Allir sem hafa áhuga á atvinnuuppbyggingu í Húnavatnssýslum hjartanlega velkominir.
Vonumst til að sjá ykkur sem flest!
Verkefnisstjórnin

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir