Hitaveitulagnir í ólagi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
19.11.2008
kl. 08.59
Rætt var um ástand hitaveitulagnar frá Reykjum til Blönduóss á bæjarstjórnarfundi í gær og aukinnar bilanatíðni undanfarna 12 mánuði
Eftirfarandi bókun var lögð fram;
„Bæjarstjórn Blönduóssbæjar beinir þeim tilmælum til stjórnar Rarik að endurnýjun hitaveitulagnar frá Reykjum til Blönduóss hefjist á næsta ári. Núverandi asbestlögn er komin til ára sinna og hefur bæjarstjórn Blönduóssbæjar verulegar áhyggjur af aukinni bilanatíðni og að hún uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til afhendingaröryggis á heitu vatni.“