Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. í samstarf við Kvenfélag Hólahrepps.

Á myndinni eru frá vinstri Hrönn Jónsdóttir og Christine Hellwig f.h. Kvenfélags Hólahrepps og Gústaf Gústafsson hjá Hjaltadal ferðaþjónustu. Aðsend mynd.
Á myndinni eru frá vinstri Hrönn Jónsdóttir og Christine Hellwig f.h. Kvenfélags Hólahrepps og Gústaf Gústafsson hjá Hjaltadal ferðaþjónustu. Aðsend mynd.

Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. sem rekur ferðaþjónustu á Hólum í Hjaltadal afhenti nýlega Kvenfélagi Hólahrepps 200.000 kr. styrk í tilefni af samstarfi um veitingasölu í tengslum við kynbótasýningu sem haldin var af Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins og fór fram á Hólum dagana 8.-19. júní sl.   

„Það er afar ánægjulegt að geta unnið að verkefnum sem þessu því afrakstur þess skilar sér bæði í góð málefni og einnig bætta þjónustu við gesti á Hólum. Ferðaþjónustan á Hólum er rekin undir merkjum ábyrgrar stýringar ferðaþjónustu og við viljum legga okkar lóð á vogarskálarnar að gera Hóla í Hjaltadal að betri stað til að búa á og betri stað til að heimsækja,” segir Gústaf Gústafsson framkvæmdastjóri Hjaltadals ferðaþjónustu ehf.  

Hjaltadalur ferðaþjónusta ehf. rekur gestamóttöku, mötuneyti og veitinga- og gistisölu í tengslum við Háskólann á Hólum. Lögð er áhersla á ábyrga stýringu og hráefni úr héraði. Veitingastaðurinn Undir Byrðunni er opinn frá kl. 8-20 alla virka daga og frá kl. 10-20 um helgar. 

Kvenfélag Hólahrepps er innan Kvenfélagasambands Íslands og var stofnað 1950, það eru því 70 ár í ár frá stofnun þess. félagar eru 20 og þar af einn heiðursfélagi sem heitir Marsibil Hólm Agnarsdóttir, fædd 1935 og er hún elsti núverandi félaginn. Fundir eru haldnir mánaðarlega yfir vetrartímann og fjáröflun er af ýmsum toga svo sem erfidrykkjur, þrif og ýmislegt sem til fellur. Lögð er áhersla á að styrkja ýmis málefni í heimabyggð. 

 /Fréttatilkynning

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir