Hjólabrettasvæði við Blönduskóla

Framkvæmdir standa yfir við Blönduskóla en verið er að útbúa hjólabrettasvæði við sparkvöllinn. Búið er að jarðvegsskipta og malbika það svæði sem hjólabrettaleiktækin koma á í framtíðinni. Verkið hefur verið unnið af Ósverk, Tæknideild Blönduósbæjar og Norðurbik sem sér um malbikið.

Þá er verið að skipta um girðingu meðfram Skagastrandarvegi við Réttarvatn til að varna búfénaði inngöngu á skógræktar- og golfsvæðið í Vatnahverfi. Verktaki er Ingþór Kristmundsson og Tæknideildin hefur einnig komið að verkinu.

Húnahornið segir frá þessu.

Fleiri fréttir