Hjónin á Geitaskarði opnuviðtali Feykis
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
13.06.2014
kl. 15.03
Hjónin Ásgerður Pálsdóttir og Ágúst Sigurðsson á Geitaskarði í Langadal eru í opnuviðtali Feykis. Ágúst er af fjórðu kynslóð ábúenda á jörðinni og rekstur ferðaþjónustu þar á sér áratuga sögu. Þau hjónin hafa verið virk í félagsstörfum Ferðaþjónustu bænda og ferðamál eru þeim afar hugleikin.
Blaðamaður Feykis heimsótti Geitaskarð á dögunum og fékk að heyra um aðdráttarafl Austur-Húnavatnssýslu fyrir ferðamenn, störf þeirra hjóna í gegnum tíðina og fleira áhugavert. Viðtalið er á miðopnu Feykis þessa vikuna.