Hraðasta netið á Íslandi - Nova á fljúgandi hraða á Norðurlandi vestra
Á undanförnum árum hefur Nova verið í umsvifamiklum fjárfestingum á farsímakerfum og hefur Norðurland vestra ekki orðið eftirbátar í þeim efnum. Bæjarfélög á Norðurlandi vestra eru víða með sterkt 4G samband en á Sauðárkróki hefur Nova sett upp 4.5G senda sem gefa margföldun á afkastagetu og hraða en áður hefur boðist. 4.5G býður ljósleiðarahraða á farsímaneti.
Uppbygging 4.5G kerfisins nýtist sem undirlag fyrir uppbyggingu 5G til framtíðar en Nova hefur nú þegar hafið prófanir á 5G farsímasendum, fyrst íslenskra fjarskiptafyrirtækja. 4.5G og síðar 5G eru raunhæfur valkostur í stað ljósleiðararenginga og í því geta skapast mikil tækifæri til hagræðingar í innviðafjárfestingum, ekki síst á dreifbýlum svæðum.
Nú þegar eru til staðar öflugir 4G sendar frá Nova á Blönduósi og Hvammstanga og í sumar verður settur upp 4G sendir á Hofsósi. Einnig eru fyrirhugaðar uppsetningar á 4G senda með drægni til sveita á Norðurlandi vestra fyrir haustið. Á síðasta ári fjárfesti Nova fyrir um 1 milljarð króna í fjarskiptakerfi sínu en áætlaðar eru sambærilegar fjárfestingar á þessu ári.
Nova leiðir uppbygginguna
Samkvæmt upplýsingum frá Nova hefur fyrirtækið verið leiðandi í innleiðingu nýrra kynslóða fjarskiptatækni. Fyrirtækið setti upp fyrsta 3G farsímakerfið hér á landi árið 2006, hóf 4G þjónustu árið 2013 fyrst fyrirtækja og 4,5G þjónustu árið 2017. Eins og áður sagði hafa nú Nova hafið prófanir á 5G ein íslenskra fjarskiptafyrirtækja.
Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova
Nova hefur hlotið viðurkenningu frá óháða vottunaraðilanum Ookla Speedtest fyrir að vera með hraðasta netið á Íslandi. Fyrirtækið hefur einnig verið í fararbroddi hvað varðar þjónustu á farsímamarkaði en Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina tíu ár í röð samkvæmt Íslensku Ánægjuvoginni. „Okkar markmið er að eiga ánægðustu viðskiptavinina á hraðasta netinu,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.
Þeim fjölgar stöðugt tækjunum á heimilinu sem tengd eru internetinu. Það er því mikilvægt að nettenging heimilisins sé góð. Notendur gera sífellt meiri kröfur og nú þegar bílar, armbandsúr og nýjustu heimilistækin eru öll tengd við netið þá þurfa fjarskiptakerfin að vera undirbúin og Nova hefur lagt út í umtalsverða fjárfestingu til að vera á undan þörfinni fyrir aukna flutningsþörf. Hver ný kynslóð þessara kerfa hefur haft í för með sér margföldun á hraða og þar með á notkunarmöguleikum farsíma, úrvali smáforrita og annarra samskipta. Stór stökk í nethraða hafa yfirleitt leitt af sér stofnun fjölda nýrra fyrirtækja og jafnvel beinar samfélagsbreytingar. Því er uppbygging fjarskiptakerfa í flokki afar mikilvægra innviðafjárfestinga.
Þegar spurt er um hvort farsímanet Nova sé nógu öflugt til að keyra internetþörf heimilisins, þá er svarið já. „Afkastageta og hraði kerfisins er mun meira en þarf til að mæta allri netnotkun venjulegs heimilis. Sem dæmi má nefna að notandi sem er að horfa á Full HD sjónvarpsefni um internetið notar að meðaltali 5 mb/s. Það er því frábær valkostur að nýta 4.5G á farsímaneti í stað hefðbundinnar heimatengingar en með 4,5G geta notendur sem eru með nýlegan endabúnað (síma eða farsímanets-Router) átt von á að ná hraða allt að 600mb/s til sín í góðum aðstæðum og 60mb/s í frá sér,“ segir Margrét og bætti við. „Hjá Nova er líka vel fylgst með afkastagetu og á álagssvæðum hefur verið brugðist við henni í tíma og kerfin stækkuð og stillt þannig að allir njóti gæða kerfisins.“
Nova býður öllum uppá Nova TV sem er ókeypis sjónvarpsþjónustu í stað myndlykils, en það gerir fólki kleift að spara 25 þúsund krónur á ári í myndlyklagjöld.
„Við teljum að framtíð sjónvarps sé á netinu og eina sem þarf er öflug háhraða 4G/4,5G nettenging inn á nútímaheimilið. Með Nova TV einföldum við aðgengi að opnu stöðvunum á einum stað og hægt er að segja bless við óþarfa mánaðargjald af myndlyklum. Nova veitir ókeypis aðgang að öllu opnu sjónvarpsefni á Íslandi.
Með þessu viljum við brjóta upp þá fákeppni sem hefur verið til að nálgast sjónvarpsefni á Íslandi. Nova TV er fyrir alla sem vilja ekki vera risaeðlur, vilja horfa á sjónvarpið í gegnum netið og spara helling í leiðinni” segir Margrét.
„Fyrir þá sem vilja ekki nota netið í símanum býðst þér að skipta yfir, halda sama símanúmeri og greiða ekkert mánaðargjald fyrir ótakmarkað tal og SMS en Nova er eina fjarskiptafyrirtækið sem býður slíka þjónustu fyrir alla viðskiptavini.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.