Hrepparígur tefur fyrir framförum
Guðbjartur Hannesson velferðaráðherra brá þegar hann sá þær niðurskurðartölur fjárlagafrumvarpsins sem beint er gegn landsbyggðinni m.a. í heilbrigðismálum og áskildi sér strax rétt til að koma með breytingartillögur fyrir 2. umræðu í þinginu. Þetta segir hann í viðtali í Feyki sem kom út í dag.
Guðbjartur segir niðurskurðinn sársaukafullan en það verði að aðlaga útgjöld tekjum en áætlaður halli fjárlaga 2010 er um 100 ma.kr. eða 270 m.kr. á dag. Hlutdeild Heilbrigðisstofnana á Sauðárkróki og Blönduósi af heildarupphæð til heilbrigðismála var 1,3% árið 2008 sem og 2010 en lækkar í hinu nýja frumvarpi niður í 1%.
-Ef allt gengur eftir og við stöndum við fjárlögin 2011 þá tel ég að við verðum komin í gegnum skaflinn og byrjuð að breyta vöxtum í velferð að nýju, segir Guðbjartur en hann telur hrepparíg há mönnum á Norðurlandi vestra til að bestu lausnirnar finnist.
Sjá nánar í Feyki
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.