Hringdi inn kjörfundinn með bjöllu

Heimilisfólkið í Langhúsum kom ríðandi á kjörstað. Orri Sigurbjörn Þorláksson,  Þorlákur Sigurbjörnsson, Heimir Sindri Þorláksson og Arnþrúður Heimisdóttir. Mynd: KSE
Heimilisfólkið í Langhúsum kom ríðandi á kjörstað. Orri Sigurbjörn Þorláksson, Þorlákur Sigurbjörnsson, Heimir Sindri Þorláksson og Arnþrúður Heimisdóttir. Mynd: KSE

Tæpur helmingur Fljótamanna var búinn að kjósa klukkan hálf þrjú í dag en kjörstaður þeirra er á Sólgörðum. Halldór Gunnar Hálfdánarson hringdi til kjörfundar klukkan 12 í hádeginu og býst við því að hafa opið til hálf sex til sex í dag.

Örn Þórarinsson, Halldór Gunnar Hálfdánarson og Ríkharður Jónsson í kjördeildinni í Grunnskólanum á Sólgörðum. Mynd: KSE.

 Halldór taldi að kosningaþátttakan væri um 40% þegar Feykir hafði samband um hálfþrjú leytið í dag, sem væri svipað og í fyrra. Hann bjóst við því að margir létu sjá sig um kaffileytið. Samkvæmt reglum í litlum kjördeildum má loka klukkan fimm ef enginn hefur látið sjá sig hálftímann á undan. Hann bjóst þó við því að hafa opið lengur og hringja í fólk sem ekki væri komið og athuga hvort það ætlaði að mæta. Ef útséð er með frekari mætingu verður lokað eigi síðar en klukkan sex.

Eins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan hringdi Halldór til kjörfundar með bjöllu í hádeginu. Hann segir þetta hafa verið til gamans gert því líklega hefur enginn heyrt til hans nem þá helst tengdapappi hans sem býr í nágrenninu. Það virkaði ekki sem skyldi því hann var ekki mættur á kjörstað enn.

Uppfært kl. 18:03. Kjörfundi lauk Fljótum kl. 17:10. 

Kjörfundi lauk Fljótum kl. 17:10. Mynd: KSE.

Myndir: KSE.

 

Kjörfundur er hafinn!

Posted by Kristín Sigurrós Einarsdóttir on 28. október 2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir