Hrós til mokstursmanna
Ánægð kona í Hlíðarhverfi á Sauðárkróki hafði í gær samband við Feyki.is þar sem hún vildi koma á framfæri ánægju sinni með snjómokstur á Sauðárkróki. Sagðist hún á dögunum hafa farið í heimahús á Akureyri og þá í raun séð hversu gott við höfum það hér á Króknum.
Vildu hún sum sjé hrósa snjómokstursmönnum og komum við því á framfæri með ánægju.