Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið
Fundir um málefni hrossaræktarinnar hófust upp úr miðjum febrúar þar sem Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hafa verið á ferðinni um landið og kynnt það sem efst er á baugi í hestaheiminum. Fundir á Norðurlandi vestra verða verða í Skagafirði á morgun og í Húnaþingi vestra næsta þriðjudag.
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi:
• Nýtt ræktunarmarkmið í hrossarækt
• Dómskalinn – þróun og betrumbætur
• Nýir vægistuðlar eiginleikanna
• Málefni og starf Félags hrossabænda
Fundirnir hafa verið haldnir um allt land en tveir eru fyrirhugaðir á Norðurlandi vestra. Á morgun föstudaginn 6. mars, - Skagafjörður - Tjarnarbær kl. 20:00.
Þriðjudagur 10. mars, - Vestur-Húnavatnssýsla - Gauksmýri kl. 20:00.