Hugmyndaríkar konur

Skrappað í Kántrýbæ. Mynd: Skagaströnd.is

Á heimasíðu Skagastrandar er sagt frá því að nokkrar konur sem hafa haft að  tómstundagamni að “skrappa” komu saman í Kántrýbæ sl. laugardag og buðu gestum og gangandi að koma og líta á handverkið og kynnast skrappinu.

Konurnar sátu og sköppuðu fagurlegar skreyttar myndasíður og höfðu alls kyns tól og tæki auk smekkvísi og hugmyndaauðgi að vopni. Skrappaðar myndasíður af börnunum voru greinilega eitthvað sem kom til greina sem jólagjöfin til afa og ömmu í ár og jólakortin áttu góða möguleika á að vera handunnin og fallega skröppuð.
Fyrir þá sem ekki þekkja er skrapp heiti yfir handavinnu þar sem myndum er raðað inn í fyrirfram útbúin hóllf og ramma.

Fleiri fréttir