Humarskelbrot og kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Humarskelbrot. Aðsendar myndir.
Humarskelbrot. Aðsendar myndir.

Matgæðingurinn Guðmundur Björn.Guðmundur Björn Eyþórsson var matgæðingur vikunnar í 32. tbl. Feykis 2017. Hann segist vera Kópavogsbúi og Hólamaður sem kom í Fjörðinn frá Kóngsins Kaupinháfn fljótlega eftir hrun og settist að heima á Hólum en það er „nafli alheimsins eins og allir á Sauðárkróki vita og þeir sem hafa búið hér,“ segir Guðmundur. Á Hólum starfar hann við háskólann sem fjármála- og starfsmannastjóri auk þess sem hann á sér gæluverkefnið Bjórsetur Íslands ásamt tveimur félögum sínum.

FORRÉTTUR
Humarskelbrot

humarskelbrot
pipar
salt
smjör
steinselja
hvítlaukur

Aðferð:
Klippið skelbrotin til og dreifið salti og pipar yfir.  Bræðið gott magn af smjöri, setjið fínskorna steinselju og hvítlauk út í og hrærið.  Smyrjið svo vel yfir skelbrotin.  Hitið upp ofninn og setjið 2-3 brauð (baguette) í.  Skerið þau niður í sneiðar þegar þau eru tilbúin.  Nú er tími til að setja skelbrotin í ofninn á svona 150°C og alls ekki meira en í 5-7 mínútur, annars er hætta á að þau brenni.
Dífið svo brauðinu í smjörsafann sem kemur af skelbrotunum eftir eldun. Nauðsynlegt að fá sér gott hvítvín með þessu og auðvitað meðan eldað er. 

AÐALRÉTTUR
Kjúklingabringa í soja með broccoli, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjum

Byrjið á að setja hrísgrjónanúðlurnar í skál og hellið sjóðandi vatni yfir. Látið standa í um 15 mínútur. Takið svo kjúklingabringuna og skerið hana á hlið að Kjúklingabringa í soja með brokkolí, hvítlauk, hrísgrjónanúðlum og eggjummiðju og flettið henni upp eins og fiðrildi.  Rennið svo varlega með kefli yfir kjúklinginn til að fletja hann út.  Það er mikilvægt svo að kjúklingurinn verði stökkari (crispy).  
Hitið upp pönnuna (hentugast að nota Wokpönnu), hellið ólífuolíu á pönnuna og setjið svo fínskorinn kjúklinginn út í.  Munið að salta og pipra.  Fínskerið svo hvítlauk og brokkolí og hendið á pönnuna.  Hellið slatta af sojasósu út í eftir mínútu eða tvær og leyfið gumsinu að steikjast í litla stund.  Hellið því næst öllu af pönnunni í skál, þerrið pönnuna og bætið olífuolíu út í.  Takið núðlurnar upp og sigtið þær.  Því næst eru tvö egg hrærð saman í skál og þeim hellt á pönnuna.  Hrærið eggjunum vel saman við þangað til þið eruð komin með nokkurs konar hrærða eggjaköku.  Bætið núðlunum út í og auðvitað kjúllanum og brokkolíinu.  Leyfið þessu að eldast í u.þ.b. 1-2 mínútur.
Afar nauðsynlegt er að fá sér rauðvín á meðan eldun stendur yfir og auðvitað með þessum frábæra rétti.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir