Húnar á Þverárfjalli um síðustu helgi
Björgunarsveitin Húnar í V-Hún tók þátt í samæfingu björgunarsveita af svæðum 8 og 9 á Skaga um síðustu helgi en hún var í umsjón Björgunarfélagsins Blöndu í A-Hún.
Farið var af Þveráfjalli og norður Skaga með viðkomu á mörgum stöðum m.a. Katlafjalli og komið niður hjá Steinýjarstöðum eftir að hafa keyrt norður fyrir fjölllin á Skaga. Farið var í tveim hópum um svæðið, annarsvegar bílum og hinsvegar á vélsleðum.
Björgunarsveitirnar sem tóku þátt í æfingunni voru Björgunarfélagið Blanda, Björgunarsveitin Dagrenning og Björgunarsveitin Strönd. Er komið var aftur til byggða bauð Björgunafélagið Blanda öllum í grillveislu í björgunarstöðinni á Blönduósi.
Heimild Húnar.123.is
Hægt er að sjá myndir frá æfingunni á heimasíðu Húna HÉR